Vetrarfrí

Já, nú er vika 8 og þá er vetrarfrí skólabarna hér á Fjóni. Held að það sé vikan á undan fyrir krakka á Jótlandi og Sjálandi, amk á Jótlandi.

Það er það að frétta héðan að það er nákvæmlega ekkert að frétta. Fór reynar í viðtal í gær hjá Mærsk, sem er smá fyrirtæki hérna í Danmörku. Þeir eiga nokkra dalla og svona eiga smá skipasmíðastöð ekki langt frá Odense. Anyway, viðtalið var svona og svona. Ég tók eitthvað persónuleikapróf og svo smá stresspróf. Kom ég ljós að ég hafði persónuleika, svo það var nú fínt. Var fram að því ekkert of viss um það.
Ég fæ svo að vita eftir 2 vikur hvort að ég fái eitthvað áframhald þarna. Nákvæmlega hvert starfið er var nú ekki gefið upp og þann jólapakka fæ ég að opna ef ég er boðaður í annað viðtal. Ráðningaferlið er sem sagt 3 viðtöl. Fyrst þetta sem ég var í og svo ef ég er nógu boðlegur þá fæ ég að koma aftur. Ég satt að segja býst nú ekki við því.

Ítalíu dæmið lætur bíða eftir sér. Félagi minn þarna niðurfrá minntist á þetta fyrst við mig í lok Óktóber og svo fyrir alvöru í desember. Í upphafi var talað um 2 mánuði, en það breyttist svo um miðjan janúar og ef af verður þá verða þetta 6 mánuðir. Staðan er þannig núna að það breyttust umsóknarreglur í sjóði þarna, sem gerir það að verkum að þetta gæti tafist fram á mitt ár og þá mun ég væntanlega draga mig út úr þessu, enda hef ég ekki efni á því að vera atvinnulaus mjög lengi.

Annars höfum við krakkarnir það fínt. Við fengum okkur íslensk kindabjúgu í kvöld og það var fínasti matur, en það er alveg ástæða fyrir því að maður borðar þetta ekki mikið oftar en einu sinni á fjögurra ára fresti. Ég reyni að hitta ekki á sama ár og ólympíleikarnir. Alexander borðaði vel af þessu og var sáttur. Dísa hins vegar neitaði að láta þessa birtingamynd landbúnaðar inn fyrir sínar varir og borðaði að ég held 3 mismunandi ávexti.

Á fimmtudag er stefnan sett á Köben, þar sem m.a. er ætlunin að kíkja á strikið og svo verðum við hjá Ingu Freyju og Palla seinnipartinn og um nóttina og ætlum að njóta þess að vera til.

Jamm, eins og ég sagði nákvæmlega ekkert að frétta. Lifið heil.

Arnar Thor

Ummæli

Heiðagella sagði…
Veistu, ég held ég verði að taka undir með henni dóttur þinni. Kindabjúgu eru ekki beint það boðlegasta sem íslenskur landbúnaður hefur fram að færa...
Þó ögn skárra en slátur...
OJ oj oj oj...
Addý Guðjóns sagði…
Það er nú gott að sjá að rauðhærða vinkona þín er komin í úlpu. Greinlegt að hún hefur gert kostakaup á útsölunni í H&M!

Vinsælar færslur